Hvað er Xland?

XLAND er lifandi gátt sem býður þér, fjölskyldu þinni og vinum í ferðalag um vel hönnuð almenningsrými. XLAND var komið á fót í tengslum við Hönnunarmars 2013, þegar Félag íslenskra landslagsarkitekta stóð fyrir fyrstu gagnvirku sýningunni þar sem verkum landslagsarkitekta á höfuðborgarsvæðinu var komið á kortið í bókstaflegum skilningi. Nafnið XLAND vísar til meginmarkmiðs síðunnar að merkja með X-i og vekja athygli á vel hönnuðum og áhugaverðum almenningsrýmum um land allt.

Verkin eru staðsett á gagnvirku korti af Íslandi. Sé smellt á verk opnast gátt þar sem verkunum er miðlað með ljósmyndum, teikningum grafískum skissum, myndböndum og texta. Þannig kemst þú í návígi við hönnuðina og hugsunina sem liggur að baki almenningsrýmum í þínu nánasta umhverfi. Heimasíðan er jafnframt hugsuð sem kærkomin viðbót í afþreyingarflóru landsins, þar sem hægt er að fletta upp almenningsrýmum hvar sem þú ert á ferðinni í gegnum tölvu, spjaldtölvu, síma o.þ.h.

Hverjir standa á bak við Xland?

Að verkefni Hönnunarmars 2013 stóðu þrír landslagsarkitektar, sem jafnframt eru meðlimir í FÍLA, í samstarfi við grafískan hönnuð og vefforritara. Þetta eru þær

Jóhannes Freyr Þorleifsson, grafískur hönnuður og vefforritari sá um útlits- og viðmótshönnun heimasíðunnar.

Heiða, Svava og Jóhannes Freyr hafa, frá því Hönnunarmars lauk, unnið að frekari þróun vefsíðunnar með styrk frá Hönnunarsjóði Auroru. Nýja síðan lítur dagsins ljós á vormánuðum 2015 en á henni verður verkum af landinu öllu bætt í sarpinn.

Það er von okkar að heimasíðan megi vaxa og dafna og að fólk njóti góðs af því að geta nálgast upplýsingar um þessi verk á einum stað. Sérstakar þakkir færum við þeim Einari E. Sæmundssyni, landslagsarkitekt hjá Landmótun og Samson B. Harðarsyni, lektor hjá LbhÍ fyrir veitta aðstoð við samantekt sögulegra verkefna. Þá viljum við þakka Hönnunarsjóði Auroru veittan styrk sem gerði okkur kleift að þróa vefsíðuna áfram og öllum þeim tóku þátt í verkefninu með okkur með því að senda inn verk. Án ykkar væri ekkert XLAND.


Hafið samband við xland.fila@gmail.com til að nálgast skráningareyðublöð og aðrar upplýsingar.